Skip to product information
1 of 1

Sumarnámskeið í rennslu með Agnesi Eddu

Sumarnámskeið í rennslu með Agnesi Eddu

Regular price 55.000 ISK
Regular price Sale price 55.000 ISK
Sale Sold out
Date
  • Staðsetning Vagnhöfði 14, Reykjavík.
  • Klukkan 17.00 til 20.15 (þriðjudaga og fimmtudaga)
  • Lengd 3 klst 15 min hver tími
  • 7 tímar, tvisvar sinnum í viku
  • Innifalið allt efni, brennslur, te & kaffi
  • Tungumál íslenska
  • Kennari Agnes Edda

Agnes Edda er nemandi á keramikbraut í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún hefur lokið einu ári í skólanum en hefur verið að renna í um tvö ár. 

Námskeiðið samanstendur af 7 tímum og er fyrir byrjendur í rennslu.

Á námskeiðinu verður farið yfir rennslu á rennibekk og hvaða möguleika það hefur upp á að bjóða.

Þú munt fá að kynnast öllum stigum ferlisins, frá mjúkum leir til tilbúins hlutar og hvernig þú mótar hlutinn á hverju stigi fyrir sig.

Í fyrstu tímunum verður farið yfir grunnatriði eins og að miðja, renna, renna af og glerja. Það verður lögð áhersla á að renna einföld form og ná góðum tökum á grunnatriðum.

Í síðasta tímanum verða hlutirnir glerjaðir og síðan brenndir. Það verður síðan hægt að sækja hlutina innan 2-3 vikna að námskeiði loknu.

Bókunin þín er bindandi og það er ekki hægt að fá endurgreitt.

View full details